Andra rímur
Andra rímur eru skrifaðar einni fremur skýrri hendi í handritinu. Textinn er nokkuð bundinn, en bandanotkun regluleg. Erindi eru aðskilin með // en engin griporð skrifuð við síðuskil.
Rímurnar hefjast efst á hægri síðu sem hefur verið merkt 85. með yngri hendi.
Ytri hluti blaðs sem á er niðurlag annarrar rímu reco og þriðja ríma hefst á ofarlega verso er mjög slitin og ónýt og vantar aftan á línur r og framan á línur v. Síðasta línan á blaðinu er illæsileg og virðist ótengd rímunni. Blaðið þar á eftir er slitur einar og þar lýkur handritinu.
Aftasta blaðið sem myndað var virðist innihalda allt annað efni, mögulega slitur úr öðru notuð í bókband. Höndin á því gæti verið sú sama en ekki skrifað af sama aga og rímurnar.
Neðst á v má sjá ártalið 1647.
Útgáfa:
Andra rímur er að finna í eftirfarandi handritum: AM 603 4to (H) , Holm. perg. 4to nr 23 (J) , AM 145 8vo (F¹) , AM 610 c 4to , AM 129 8vo (129) , AM 616 b 4to (F⁴) , AM 146 a 8vo (F²) , BL Add 11175 II. , Holm. papp. 8vo nr 2 (H²) , Holm. papp. 4to nr 1 (H¹) , AM 604 4to (S) , AM 440 a 12mo , AM 609 b 4to (F³) , AM 1040 4to , ÍB 634 8vo , Lbs 287 fol. , Lbs 1370 8vo , Lbs 955 8vo , Lbs 2313 8vo , Lbs 327 8vo , ÍBR 58 4to , JS 381 4to , Lbs 1219 4to , Lbs 4189 4to og Lbs 1960 4to .