Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Filipó rímur

1. ríma (44 erindi)
2. ríma (51 erindi)
3. ríma (55 erindi)
4. ríma (50 erindi)
5. ríma (71 erindi)
6. ríma (55 erindi)
7. ríma (56 erindi)
8. ríma (44 erindi)

Útgáfur:
Filipó rímur er að finna í eftirfarandi handritum: AM 603 4to (H) , Cod. Guelf. 42. 7. Aug, 4to (W) og AM 604 4to (S) .

Filippórímur eða Krítarþáttur eru gefnar út af Wisén i Riddararímum. Filippórimur eru í Staðarhólsbók og Kollsbók og brot framan af þeim í Hólsbók; eru textarnir í Kollsbók og Hólsbók komnir frá sömu glataðri skinnbók, sem hefur verið hliðstæð Staðarhólsbók. Rímurnar eru átta að tölu. Bragarhættir: Ferskeytt (óbreytt) 1., 2. og 6. ríma, ferskeytt framhent 1. og 3. vo. 8. ríma, oddhent 4. ríma, úrkast 3. ríma, stafhent 5. ríma, samhent 7. ríma. Lengd rímnanna 45, 51, 56, 50, 72, 55, 56 og 44 erindi. Mansöngvar eru ekki nema tvö formálserindi fyrir fyrstu rímu. Í síðasta erindi rímnanna nefnir skáldið þær Krítarþátt, en í Staðarhólsbók eru þær nefndar Filippusrimur og í Kollsbók Filpórimur. (Björn Karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 340)