Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 20. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
431
.
Ríman
Mun ég yrkja, meyjan góða, meir til þín
fyrr en sól á fjöllin skín.
Skoða...
432
.
Ríman
Sorg í morgun svífur héðan, svanni kær.
Kætin mæta kemur nær.
Skoða...
433
.
Ríman
Engum gengi gott af því þó gremjulag
fengi strenginn stillt í dag.
Skoða...
434
.
Ríman
Fátt var gott sem festi ég í fyrri óð
skorti bjartan brag í ljóð.
Skoða...
435
.
Ríman
Þinn má kenna þýðan blæ í þessum söng.
Þannig unnust fagnaföng.
Skoða...
436
.
Ríman
Ljóða-Gestur lauk við braga langan þátt.
Þakkir mestu þáði brátt.
Skoða...
437
.
Ríman
Höfðu allir hlýtt á snjallan hróðarþegn,
sem í brögum flutti fregn.
Skoða...
438
.
Ríman
Andinn halur innst í sal það ungs manns tal
kallar valið kvæðahjal.
Skoða...
439
.
Ríman
Mælti gamall þulur þannig: „Það ég fann
glöggt þú allan segir sann.
Skoða...
440
.
Ríman
Seg mér þína eigin ætt að öllu rétt,
þú, sem kveður ljúft og létt.“
Skoða...
441
.
Ríman
Anzar Gestur: „Yngsta niðja öldin má
þeirra Hlyns og Hildar sjá.“
Skoða...
442
.
Ríman
Grár á hár þá glaður kvað hinn gegni þegn:
„Góð mér þykir þessi fregn.
Skoða...
443
.
Ríman
Hérna sérðu gamlan grepp með gængan auð:
Rauð, sem görpum birginn bauð.
Skoða...
444
.
Ríman
Ýmsa hef ég örðugraun frá æsku þreytt,
lítt um næði löngum skeytt.
Skoða...
445
.
Ríman
Aldrei hef ég enn með svikum auðinn grætt
löngum hættuleiðir þrætt.
Skoða...
446
.
Ríman
Lymskumönnum litla hef ég linun sýnt
margra fanta friði týnt.
Skoða...
447
.
Ríman
Ættar jafnt sem eigin dáða eflaust þú
mátt hjá okkur njóta nú.
Skoða...
448
.
Ríman
Held ég þó að heimafjöllin heið og köld
enn í hug þér hljóti völd.
Skoða...
449
.
Ríman
Námgjarn vertu næsta mjög hjá nýtri öld
seldu aldrei samt þinn skjöld.
Skoða...
450
.
Ríman
Hvar sem djarfur leggur leið um líf og starf,
góðan arf hann geyma þarf.“
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 20. ríma