Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 18. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
391
.
Ríman
Ferðalúnum fótum hef ég gengið
yfir fjöllin urðum sett,
óblíð veður fengið.
Skoða...
392
.
Ríman
Þá í lágum litlum bæjarkofa
var mér fagnað vel um kvöld.
Vil ég þetta lofa.
Skoða...
393
.
Ríman
Kunni granni kaldra fjallaslóða
lög sem honum hæfðu þar
hátt við landið góða.
Skoða...
394
.
Ríman
Sett var fyrst í fjallabúnas lögum
hreinyrt grein um þrek og þor,
þekkt úr fornum sögum.
Skoða...
395
.
Ríman
Dalahalur háu nærri fjalli
hreinn og beinn í háttum var,
hlýr og skýr í spjalli.
Skoða...
396
.
Ríman
Geng ég nú um gráar eyður, breiðar,
þar sem vinur besti bjó
byggðin sneiðist heiðar.
Skoða...
397
.
Ríman
Flett og rúin fjallaslóðin sýnist.
Þjóðin minnkar þar og hvar
þegar byggðin týnist.
Skoða...
398
.
Ríman
Aftur nytjist okkar kjarnagróður.
Eigi fólk um dali dvöl.
Dafni sæmd og hróður.
Skoða...
399
.
Ríman
Barðist Kár við borgarmanninn snjalla.
Hlynur þekkir hraustan rekk.
Hann þá tók að spjalla:
Skoða...
400
.
Ríman
„Fljótt ég vil til friðar stilla bragna
þann ég eflaust þekki mann
því er síst að fagna.“
Skoða...
401
.
Ríman
Gengu menn á milli þeirra síðan.
Rauður kennir hraustan Hlyn,
hermir enn við stríðan
Skoða...
402
.
Ríman
„Þínum skildi þig ég vildi ræna,
lof þér gelzt því greipi fast
gripnum hélztu væna.“
Skoða...
403
.
Ríman
Þú mátt lengi þínu gengi fagna
sigurfeng úr hönd mér hirt
hefur enginn bragna.
Skoða...
404
.
Ríman
Síst mun þrætt ég sakaþætti bætti,
þegar hættir harkið skætt
halda sættir ætti.“
Skoða...
405
.
Ríman
Gekk þá Hlynur garpsins til og sagði:
„Ekki lengjum þetta þjark,
þekkjumst frið að bragði.“
Skoða...
406
.
Ríman
Falla deilur, fest er sættin bragna,
engar sakir urðu meir.
Allir þessu fagna.
Skoða...
407
.
Ríman
Bauð nú mönnum bestu veizlu Rauður.
Borg hann réð og ærinn á
auð, og nokkurt hauður.
Skoða...
408
.
Ríman
Dvalir auka drengir þannig máttu
frömdust þeir og fræddust um
fleiri manna háttu.
Skoða...
409
.
Ríman
Fóru vítt og frægir mjög þeir urðu.
Slíkra mennt í minnstri þurð
margar þjóðir spurðu.
Skoða...
410
.
Ríman
Fé og sæmdir firðar löngum unnu.
Um þá víða margir menn
miklar sögur kunnu.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 18. ríma
næsta ríma >>