Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 16. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
346
.
Ríman
Jörðin grær og líka lifna ljóð í hug.
Vetrartíðin vék á bug.
Vonarhaukar þreyta flug.
Skoða...
347
.
Ríman
Það ég veit hvert ljóðin leita, ljúfa mær
verði ríman fleyg og fær
fundi þínum stefið nær.
Skoða...
348
.
Ríman
Ljóðin mín og líka þín ef lifna í dag,
vísnaþátt með valhent lag
velja máttu þér í hag.
Skoða...
349
.
Ríman
Þó ég sendi þér í hendur þetta ljóð,
lítt mér endist listin góð
löngum blendinn kveð ég óð.
Skoða...
350
.
Ríman
Ferðamenn á fáka stignir fram á leið,
þar sem enn var gata greið
gotum renna hratt á skeið.
Skoða...
351
.
Ríman
Segir eigi síðan meira seggjum frá
fyr en morgni einum á
ýkja mikla borg þeir sjá.
Skoða...
352
.
Ríman
Vildu gildir virðar þangað víkja brátt
nýtan líta heimsins hátt,
hér ef er þeim boðin sátt.
Skoða...
353
.
Ríman
Borgarverðir heimta hreint í hliði svar:
hvort að ferð í friði var
fríðu gerð af liði þar.
Skoða...
354
.
Ríman
Héðinn mælti: „Hingað eftir háskaleið
langt að norðan vikum við,
vildum kynnast ykkar sið.“
Skoða...
355
.
Ríman
Borgarveldis verðir töldu vænlegt að
hitta gilda hreystiþjóð
hér sem dvaldi risnugóð.
Skoða...
356
.
Ríman
Hús og gæzlu hestum fengu halir nú.
Virðar torgum víðum á
vildu borgarstörfin sjá.
Skoða...
357
.
Ríman
Keyptu margan góðan grip við gjaldi þeir.
Áttu friði að fagna þar,
fátt um sinn á milli bar.
Skoða...
358
.
Ríman
Gekk þar einn um ókunn stræti ungur Kár.
Hópi manna mætti þá,
mjög var kátur flokkur sá.
Skoða...
359
.
Ríman
Hvatvís spurði: „Hvaðan furðuheimum af
fórstu hingað, ertu einn
orkuringur förusveinn?“
Skoða...
360
.
Ríman
Orti Kár: „Þó fylgdarfár og frægðarsmár
hingað gerða hafi ferð,
hræddur sérðu lítt ég verð.
Skoða...
361
.
Ríman
Enga sé ég ykkar dáð en ærinn löst.
Níðist prýðin ýtum af.
Eyk ég leik með flímort skraf.“
Skoða...
362
.
Ríman
Hlupu tveir að röskum rekk með reiðiköll,
til hans lögðu, en traustur þegn
tökin hafði fljót og snjöll.
Skoða...
363
.
Ríman
Öxin sendi bráðan bana brögnum þeim.
Sagði Kár og kalt við hló:
„Kaup af hendi fékk ég tveim.
Skoða...
364
.
Ríman
Vilji fleiri ferðamanni frekju tjá
skatnar hljóti skapleg gjöld,
skilja mun ég eins við þá.“
Skoða...
365
.
Ríman
Nokkurt hik á hina kom við háskaráð.
Drengur vopnum búinn beið,
brögnum sendi stuðlað háð.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 16. ríma
næsta ríma >>