Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 13. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
281
.
Ríman
Aftur hljóma lögin ljúf,
lengja tekur daginn.
Vísu ritar höndin hrjúf.
Hugur dvelst við rímnastúf.
Skoða...
282
.
Ríman
Oft, er störfin þekk og þörf
þreyta mig að hófi,
ljóðum örvast lundin djörf,
lýtin hörfa meinum gjörv.
Skoða...
283
.
Ríman
Forna sagan fest í brag,
færir kærast yndi,
iðjudagur hækkar hag,
hljómar fagurstuðlað lag.
Skoða...
284
.
Ríman
Ort af rögnum eldforn sögn
enn í minni lifir,
flytur brögnum fræðagögn
furðu mögnuð út úr þögn.
Skoða...
285
.
Ríman
Þaðan föng ég færi smá
fram á stefjargötur,
vill þó mjúkhent mærin sjá
mína hætti og læra þá.
Skoða...
286
.
Ríman
Flyt ég annað efni um sinn
undir fornum háttum
fyrir svanna muni minn
mærðar rann í landið inn.
Skoða...
287
.
Ríman
Eftir stranga ferð um fjöll
fákar slarki lúðir
fagran ganga fram á völl,
fagnar langþreytt sveitin öll.
Skoða...
288
.
Ríman
Vildu næði virðar fá,
valinn haga fundu,
skildist mæða mönnum frá
mildum gæðalöndum á.
Skoða...
289
.
Ríman
Tíu nátta þrotlaust þjark
þeim í heima tvenna
sýndi þrátt, við háskahark
höldar máttu reyna kjark.
Skoða...
290
.
Ríman
Menn og hestar heilan dag
hafa bið í friði,
þeirra frestast ferðalag,
fyrðar beztum una hag.
Skoða...
291
.
Ríman
Næði lundi laufgum hjá
lengi drengir fengu,
festu blundinn bragnar á
blómagrundu mjúkri þá.
Skoða...
292
.
Ríman
Hugarboð um hættu frá
Hlyni rænir svefni
engan voða samt hann sá,
sem að stoði ætlun þá.
Skoða...
293
.
Ríman
Gekk í skóginn skammt á braut
skati rændur blundi,
undrast frjóa fegurð hlaut,
foldin glóar öll við skraut.
Skoða...
294
.
Ríman
Fagran óð af ástarhug
ungur drengur syngur
bjartan hróður hóf á flug,
harmaljóðum vék á bug.
Skoða...
295
.
Ríman
Lýsti hróðurorðum í
yndisgóðum svanna,
munaglóðin hæg og hlý
hitar ljóðamálin ný.
Skoða...
296
.
Ríman
Ljóðadrengur lofa má
lengi vengið fagra,
einnig strengur sterkur þá
stefin tengir von og þrá.
Skoða...
297
.
Ríman
Kátt í viðarkrónum þar
kliðar fiðurliðið,
fimur iðar flokkur snar,
fagurt svið þeim búið var.
Skoða...
298
.
Ríman
Aukin létta gleðin góð
gerðist þetta dægur,
gauka nettu lofa ljóð
laukum setta skógarslóð.
Skoða...
299
.
Ríman
Uggvæn hljóðin heyrðust þá,
hræddir æddu fuglar,
þegar óvin svarinn sjá
sveiflast geyst um loftin blá.
Skoða...
300
.
Ríman
Renndu valir vosnöggt að
veiðibráðum sínum.
Eygði Hlynur atvik það,
ekki meir að sinni kvað.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 13. ríma
næsta ríma >>