Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 12. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
261
.
Ríman
Naumast unir hyggjan heit
hverja stund á sama reit,
fer því oft í ljóðaleit
langt, ef hún til fanga veit.
Skoða...
262
.
Ríman
Gefið hefur glaða lund
góður óður marga stund,
engan feng í minni mund
met ég betri heillafund.
Skoða...
263
.
Ríman
Þegar stigum þjóðar á
þreyttur átti skjólin fá,
sorgir margar fældi frá
fríður kvæðahljómur sá.
Skoða...
264
.
Ríman
Veita mátti mönnum þrátt
marga gæfu ljóðið kátt,
þeim er áttu annars fátt
yndisval og gózið smátt.
Skoða...
265
.
Ríman
Meinum rennir ýmsum enn
óður góður, viti menn,
oft þó spenni angur tvenn
ýtum nýtast ráðin þrenn.
Skoða...
266
.
Ríman
Berist vönduð ljóð um lönd,
lýtin víti hyggin önd.
Heimsku gröndum. Bresti bönd.
Brýtur nýtar leiðir hönd.
Skoða...
267
.
Ríman
Menn í skála Héðni hjá
hetjuljóðin kveðnu á
hlýddu, skáldum skýrum frá
skemmtun hlutu dýra þá.
Skoða...
268
.
Ríman
Þar til ama enginn veit,
öldin fagnar, lengi teit,
sú hin djarfa, drengja sveit,
dáðum kunnug, strengir heit.
Skoða...
269
.
Ríman
Héðinn mælti: „Háskaför
hreðusöm þó bjóði kjör,
kveð ég aldrei æðrusvör,
eða hryggðarmál frá vör.“
Skoða...
270
.
Ríman
Tjáir ungur Úlfur þá:
„Á þótt bylji nauðin há
knáir aldrei fyrðar fá
fláráðsverk til mín að sjá.“
Skoða...
271
.
Ríman
Segir Hlynur: „Margur má
meginraun í háska fá,
heyi erju einn við þrjá,
eigi mun ég renna þá.“
Skoða...
272
.
Ríman
Kár svo þylja þannig vann:
„Það ei tjást með sanni kann
eg þó hitti annan mann,
orðtak mér að banni hann.“
Skoða...
273
.
Ríman
Héðinn mælti: „Mun þess gætt
menn hvað stæltir hafa rætt,
beygs ef kennir hjarta hrætt,
háðið kvenna verður skætt.
Skoða...
274
.
Ríman
Nú er brenna blysin dags
búist menn til ferðalags,
hreimur gjalli gleðilags,
gleymum spjalli sorgarbrags.“
Skoða...
275
.
Ríman
Dagsins heiða himni frá
hlýir breiðast geislar á
skógarleið og hrika-há
hömrótt eyðifjöllin blá.
Skoða...
276
.
Ríman
Blíðu fyllast fuglar þá,
fríðum snillitónum ná,
prýði gyllast hljóðin há
hlíða milli dalnum á.
Skoða...
277
.
Ríman
Flokkur ríður fram á leið,
fákar góðir renna skeið,
fara snúðugt, gatan greið
görpum hraða leyfir reið.
Skoða...
278
.
Ríman
Bragnar tvennir tíu fljótt
traustum renna stíginn ótt
fákum þrennum því að skjótt
þreytu-sennu drýgist gnótt.
Skoða...
279
.
Ríman
Hestar, mætti hlaðnir þá,
hörðu mættu vegum á,
eðlið mætt og hreystin há
hrósið mættu sanna fá.
Skoða...
280
.
Ríman
Bæti fagur háttur hag
hverfi gagurt ljóðajag.
Tröllaslag og ljúflingslag
leiki bragasveit í dag.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 12. ríma
næsta ríma >>