Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 5. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
111
.
Ríman
Reyndar hefur rumið lengi
raustin slæma.
Nú skal betur stilla strengi
stefjanæma.
Skoða...
112
.
Ríman
Gamansamar gerðar skyldu
glettnibögur
blíð ef hlýða vísum vildu
vífin fögur.
Skoða...
113
.
Ríman
Góðan óð á gæfustundu
gert ég hefi
fljóðin hljóðu fegin undu
fögru stefi.
Skoða...
114
.
Ríman
Oft ég gekk á eyðileiðum
óra-fjarri
hrundar ást, á heiðum breiðum
hættu nærri.
Skoða...
115
.
Ríman
Þá var oft af kæti kveðin
kímin ríma
þannig hlýrri gerði gleðin
grímu-tíma.
Skoða...
116
.
Ríman
Yndi fundið óðarræða
auka tekur
enda stundum kliður kvæða
klakann hrekur.
Skoða...
117
.
Ríman
Skal frá Hlyni Herkissyni
hraustum kynna.
Heiman gildur víkja vildi,
veiðum sinna.
Skoða...
118
.
Ríman
Víða á skíðum skríður síðan
skjótur drengur,
mjallarfjalla hjalla-halla
hraustur gengur.
Skoða...
119
.
Ríman
Flokkur hreina framhjá sveini
fræknum renndi.
Þá varð einum ör að meini,
er hann sendi.
Skoða...
120
.
Ríman
Hrein, sem féll að fenntum velli,
fjarri elli,
var að helli hátt á felli
hann af svelli.
Skoða...
121
.
Ríman
Geymir hann í hamrakynni
hlotna veiði
leitar enn, ef föng hann finni
fram um heiði.
Skoða...
122
.
Ríman
Leið á daginn, dimmu fljótt
og drífu gerði.
Rann um snæinn rekkur skjótt,
þó rokkið verði.
Skoða...
123
.
Ríman
Vanda reynir röskur þá
í römmu þófi,
handaskil hann hvergi sá
í hægu kófi.
Skoða...
124
.
Ríman
Lengi rennur frár um fjöll
að finna skýli
gengur enn um ógn og mjöll,
þó áttir tvíli.
Skoða...
125
.
Ríman
Leið svo nóttin löng og myrk
og lét að meini
eyðast þrótt með ströngum styrk
hjá stæltum sveini.
Skoða...
126
.
Ríman
Engar veit hann áttir þá,
en uggir þeygi
lengi þreyta mátt sinn má
á muggudegi.
Skoða...
127
.
Ríman
Úlfar stökkva ærið svangir
út úr mökkva
skrúðadökkvir, skrefalangir
skjótt fram hrökkva.
Skoða...
128
.
Ríman
Ýlfra taka tugir varga,
tönnum sarga,
ætla stoltir segg að farga
sér til bjarga.
Skoða...
129
.
Ríman
Nasa þeir úr fenntum förum
flasa villtir,
rasa fram í ólmleik örum
asatrylltir.
Skoða...
130
.
Ríman
Lúinn hlýtur lundar-illu
liði verjast
nú á bæði varg og villu
við að berjast.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 5. ríma
næsta ríma >>