Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Háttatal
— 4. ríma
—
Sveinbjörn Beinteinsson
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
91
.
Ríman
Kem ég enn af köldum heiðum,
kæra fljóð til þín.
Frerasvip á fannabreiðum
fengu stefin mín.
Skoða...
92
.
Ríman
Ég hef reikað eftir ísum
allan veg til þín
til að kveikja von með vísum.
Var nú þörfin brýn.
Skoða...
93
.
Ríman
Hríðarvöldin vetrarríku
villtan tróðu dans
von að köld í veðri slíku
væru ljóðin manns.
Skoða...
94
.
Ríman
Blik frá rauðum ástareldi
eftir nauðir mér
sumarauðugt sólarveldi
síðan bauð hjá þér.
Skoða...
95
.
Ríman
Ástin meðan öllu réði
okkar geði hjá
allt var kveðið eins og gleði
entist héðan frá.
Skoða...
96
.
Ríman
Nem ég hér við ástar yndi,
enn með snilld það sést:
Kemur sér á klakastrindi
kvennamildin best.
Skoða...
97
.
Ríman
Hlýr og nýr varð háttum kvæða
hljómur gefinn þar.
Enga lengur um að ræða
ísabragi var.
Skoða...
98
.
Ríman
Hve við sorglaust sjafnarkvæði
saman áttum þrátt.
Hef ég líka forna fræði
fært í háttaþátt.
Skoða...
99
.
Ríman
Bragaþegn með fornar fregnir
fór í stefjum enn.
Hróðurtal um Hafladalinn
heyra vildu menn.
Skoða...
100
.
Ríman
Byggðu dalinn herknir halir
helst var treyst á megn.
Þeirra meðal mestu réði
menntur hreysti þegn.
Skoða...
101
.
Ríman
Nefndist Herkir hetjan sterka,
hreystiverkum frá
sögur gengu glæstar lengi
göfgum drengjum hjá.
Skoða...
102
.
Ríman
Herkis brúður heitir Þrúður,
hæfir prúðum rekk,
allrar þjóðar hæstan hróður
hrundin góða fékk.
Skoða...
103
.
Ríman
Þeirra arfi, æði djarfur,
Álfur nefndur var,
heimastarfið þreytti þarfur,
þrek og dáðir bar.
Skoða...
104
.
Ríman
Hlynur annar, afbragð manna,
óttast þótti fæst,
frækinn glanni, fús að kanna
fjöllin mjöllu glæst.
Skoða...
105
.
Ríman
Fram um heiðar, hann að veiðum
heiman báru þrár
einatt skreið á öndrum breiðum
undra frár og knár.
Skoða...
106
.
Ríman
Einn í ströngum ógnargöngum
eyðiskrauti hjá
háska þröngan hreppti löngum
heiðarbrautum á.
Skoða...
107
.
Ríman
Kár, hinn þriðji þeirra niðja,
þróttinn mestan bar.
Vildi iðjur engar styðja,
óþjáll flestum var.
Skoða...
108
.
Ríman
Löngum fremur lítt sér kemur
liðið annað við.
Flím hann semur, fyrða gremur,
friðar týnir sið.
Skoða...
109
.
Ríman
Oft um granna-sakir sannar
samdi kíminn þátt,
glöppum þannig gleymsku bannar
gramdist mörgum þrátt.
Skoða...
110
.
Ríman
Hæðir einatt orðaskræður
allt, sem geðjast lítt.
Æði styrkar stuðlaræður
stukku furðu vítt.
Skoða...
<< fyrri ríma
Háttatal, 4. ríma
næsta ríma >>