Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

7. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Austra skeið með árum tveim
út mun verða hrundið
hana skal flytja fram á geim
farkost hef ég bundið.

Óskráð
2.
Formáli
Birta verður bragarins smíð
brúðunum til handa
svinna gleðja silki hlíð
svo ekki standa.

Óskráð
3.
Formáli
Sörli bar svo sára hryggð
fyrir silki lindi bjarta
dárleg var dauðans styggð
drengurinn sprakk í hjarta.

Óskráð
4.
Formáli
Dávíð fékk af Bersabe
beiska sorg og stranga
margan kann það mann ske
fyrir menja lindi spanga.

Óskráð
5.
Formáli
Hringur og Tryggvi hjuggu stál
hlaust það allt af fljóði
Salamón hreppti sorgar tál
af siklings dýru jóði.

Óskráð
6.
Formáli
Lúciana ljós og rjóð
leit hann Bæring fríða
kappa þeim lét kurteist fljóð
kasta í forsinn stríða.

Óskráð
7.
Ríman
Upp skal festa orða vef
enn í þessu sinni
segjum heldur um segginn Ref
Suðrar lítið minni.

Óskráð
8.
Ríman
Hvarf ég frá þar rekkurinn Refur
réðst í burt frá þegnum
listar maðurinn lukku hefur
hann lagði Bárð í gegnum.

Óskráð
9.
Ríman
Skildist hann við skjalda meið
skömm var þeirra glíma
suður til Noregs sigldi leið
seggur í þennan tíma.

Óskráð
10.
Ríman
ey kemur jafnan stendur
í afreks látum sönnum
er hann síðan Narfi kenndur
af nokkurum dugandi mönnum.

Óskráð
11.
Ríman
Við Björgvin kemur hann báru hrönn
brögðum margan vafði
Skinna vöru og skæra tönn
á skipinu sínu hafði.

Óskráð
12.
Ríman
Litla skemmu leigði þar
listar maðurinn frómi
hamingju alla halurinn bar
heldur slíkum sómi.

Óskráð
13.
Ríman
Kufli einum kvittur sorg
kappinn yfir sig vendi
lengi gekk fyrir lýði um torg
með lítið spjót í hendi.

Óskráð
14.
Ríman
Geta skal þess Grani hét einn
geira viður með stilli
til óspektar var ekki seinn
ills var skammt á milli.

Óskráð
15.
Ríman
Þessi hinn fríði þorna lundur
þóttist mikill með æði
bar því jafnan brodda þundur
blóðrauð skarlats klæði.

Óskráð
16.
Ríman
Marga blekkti hann menja Lín
mörgum skapraun gerði
hefndi engi halurinn sín
á horskum fleina njörði.

Óskráð
17.
Ríman
Næsta gekk það nógu ríkt
niflungs valdið sterka
svo búið höfðu seggir slíkt
hvað seggurinn tók til verka.

Óskráð
18.
Ríman
Hugsar um það hverja stund
hreytir nöðru palla
skýra tæla skarlats grund
Skálp-Grana kalla.

Óskráð
19.
Ríman
Bræðrum sagði beint með grein
bóndi af öllum sanni
Helga skyldi aldrei ein
eftir vera í ranni.

Óskráð
20.
Ríman
Sjóli lætur setja þing
af sínum eigin vanda
margur kom þar maður í hring
mest til beggja handa.

Óskráð
21.
Ríman
Ræsir lætur reisa dóm
rétt á miðju stræti
safnast þangað sveitin fróm
saga mun auka kæti.

Óskráð
22.
Ríman
Fýsir Björn fara á mót
við falda skilst hann Þrúði
ein var eftir ágæt snót
og engi maður hjá brúði.

Óskráð
23.
Ríman
Narfi þekkir nýtan Björn
er vill þangað sveima
spurði kempan spektar gjörn
hver sprundið geymdi heima.

Óskráð
24.
Ríman
Þegninn frá ég þetta tér
þýðum örva spenni
sagði Björn engi er
eftir þá hjá henni.

Óskráð
25.
Ríman
Grani kom inn í glæstan rann
gullhlaðs skorð finna
þorngrund hitti þessi mann
það mun verða inna.

Óskráð
26.
Ríman
Kveðst hann vilja konu sér
og kléna skikkju hafði
við vitra talar hann veiga
og vífið þessa krafði.

Óskráð
27.
Ríman
Seggurinn frá ég svaraði þungt
samið er slíkt í spjalli
varla mætti vífið ungt
vera hjá gömlum kalli.

Óskráð
28.
Ríman
Sjálfráð skal ég kvað seima hrund
svo fyrir hverjum manni
forðast máttu fleina lund
og fara í burt af ranni.

Óskráð
29.
Ríman
Grani kveðst ætla grípa frú
get ég hann bíði ei lengi
þrífur fast um þorna brú
þá var nærri engi.

Óskráð
30.
Ríman
Skundar Narfi skemmu til
skjótt í þessu sinni
fór hitta falda Bil
frægðar maðurinn svinni.

Óskráð
31.
Ríman
Skuggann lítur skjalda lundur
skjótt af rekknum djarfa
saman mun hittast seggja fundur
sætan greip um Narfa.

Óskráð
32.
Ríman
Lát hann fara kvað listugt víf
og leita undan pínu
allt er heilt á enda er kíf
engu spillti hann þínu.

Óskráð
33.
Ríman
Auðar lindi hann af sér sleit
ei þarf rekk mana
hvergi frá ég hann hopar um reit
og hefur sig eftir Grana.

Óskráð
34.
Ríman
Kappinn eggjar kjóla meið
karskur í öllum greinum
hvort er rekkurinn ragur á skeið
hann rennur undan einum.

Óskráð
35.
Ríman
Ef þú vegur með vopni mér
kvað veitir gulls hins rauða
Haraldur kóngur hefnir þér
hljóta munt þú dauða.

Óskráð
36.
Ríman
Bústu við kvað brjótur stáls
beint í þennan tíma
við skulum skjóta skýrt til máls
kvað skelfir ægis bríma.

Óskráð
37.
Ríman
Garpar tóku geysa stríð
og gengu saman móti
þannig lyktar laufa hríð
leggur Refur með spjóti.

Óskráð
38.
Ríman
Vill hann ekki myrða mann
mektar drengur í hljóði
gekk til kóngs og kvaddi hann
kappinn þessi hinn fróði.

Óskráð
39.
Ríman
Hreysti maður í hróðri tér
heiður ekki þverra
við höfum orðið saupsáttir
við Sverðhús-Grani minn herra.

Óskráð
40.
Ríman
Fjallskerðingu færðist hann
fríðri lindi bauga
stórkeraldaða ég stoltar mann
strábeygis um auga.

Óskráð
41.
Ríman
Verður ei fátt til visku plags
vaxa nógar dáðir
langhúsuðum við lengi dags
listar maðurinn báðir.

Óskráð
42.
Ríman
Hreiðurballaða ég hjörva njót
kvað herðir nörðu stétta
en hann setti marghross mót
megi þér ráða þetta.

Óskráð
43.
Ríman
Fagurröggvaða ég fríðan segg
frá ég hann það til lagði
en hann tók þá skipsins skegg
svo skjótt á augabragði.

Óskráð
44.
Ríman
Lynghnappaða ég laufa meið
við langan garð og víðan
vandi er engi vísi leið
virkta ég yfir hann síðan.

Óskráð
45.
Ríman
Bóndinn ekki blíður við stóð
burtu lét hann strjúka
hlunna björn á humra slóð
svo höldum þótti rjúka.

Óskráð
46.
Ríman
Af Haraldi kóngi hermt er fyrst
hann er staddur á þingi
sjóli dæmdi sína lyst
hann situr í garpa hringi.

Óskráð
47.
Ríman
Talar við sína trausta menn
tel ég kónginn bráðan
hver var þessi halurinn enn
hér kom til vor áðan.

Óskráð
48.
Ríman
Svaraði nokkur siklings mann
svo er greint í kvæði
fífl hef ég ætlað fantinn þann
þó fyrðum nærri stæði.

Óskráð
49.
Ríman
Kóngurinn ansar kænn við undur
og kasta gylltum baugum
mér sýndist ekki seima lundur
sérlega rýr fyrir augum.

Óskráð
50.
Ríman
Það mun ég ætla þengill kvað
þýður og talar móti
bauga lundur beint í stað
beitt hafi snörpu spjóti.

Óskráð
51.
Ríman
Drengir fara með drykkjar staup
dögling réð tína
svo heita mysa og saup
hann mælti um reiði sína.

Óskráð
52.
Ríman
Byrinn allvel brögnum hrindur
beint í lítinn skugga
strábeygir jafnan sterkur vindur
er stendur í loftsins glugga.

Óskráð
53.
Ríman
Fjallskerðing er ferligt gil
frá ég svo mæla tiggja
þá hefur hann hjá þorna Bil
þýðri viljað liggja.

Óskráð
54.
Ríman
Langt hús heitir listugt rann
í landi hér með öllu
séð hefur hann kvað siklings mann
svipta bauga þöllu.

Óskráð
55.
Ríman
Hreiðurböllur er hænu egg
og hrossin mörg í stóði
þá hefur rekkurinn ragað upp segg
rétt hann sneri frá fljóði.

Óskráð
56.
Ríman
Ljósri skikkju lagður er á
lýsi ég slíkt fyrir þegnum
kappinn hefur sem kann ég tjá
kempu skotið í gegnum.

Óskráð
57.
Ríman
Skatnar nefna á skipinu barð
skegg þetta heita
þá hefur drengurinn dáið við garð
í djúpum unda sveita.

Óskráð
58.
Ríman
Búmenn hafa á bakinu lyng
beint á hverri stundu
þegn tók eftir þungan sting
þorna Týr frá grundu.

Óskráð
59.
Ríman
er mér kunnug kappans gjörð
kennt hefur reiði galla
mætan hefur mylt í jörð
meiðir nöðru palla.

Óskráð
60.
Ríman
Vantar einn kvað vísir merkur
vænan mann til þinga
hvar er hann Grani garpurinn sterkur
gengur hann ekki hingað.

Óskráð
61.
Ríman
Sögðu dauðan darra meið
döglings kund hinn snjalla
heiftin svall í hyggju leið
á hreyti nöðru palla.

Óskráð
62.
Ríman
Leita skulu þér líki
listar mannsins svinna
mun ég ekki niflung kvað
Narfa þennan finna.

Óskráð
63.
Ríman
Kóngsins fólk er kænt við geir
er kann býta auði
fóru leita fyrðar þeir
fannst skjótt hinn dauði.

Óskráð
64.
Ríman
Heiðurs maðurinn hraustr og góður
harla drjúgur í starfi
sigldi í burtu seggurinn fróður
sást ekki Narfi.

Óskráð
65.
Niðurlag
Snúi sér ekki snurðu á nef
snót við kvæði þetta
Sónar smíð um svinnan Ref
sjöunda læt ég detta.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 7. ríma