Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Hrólfs rímur Gautrekssonar
— 5. ríma
—
Óþekktur höfundur
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
1
.
Formáli
Týrs skal renna tappa Rín um tanna gljúfur
Fjölnis vín skal fóstrinn ljúfur
fara til þín og kvæðis stúfur.
Skoða...
2
.
Ríman
Virðar slógu Viðris grand um vísis rann
hver frá ég nær er höllin brann
hræddan gerði margan mann.
Skoða...
3
.
Ríman
Gumna biður hann ganga út þá gerðist styr
brjóta upp hinar breiðu dyr
burt er tröll sem þar var fyrr.
Skoða...
4
.
Ríman
Skötnum hefur sá skelk í bringu skjöldurinn sett
launa ég stundum lægri prett
listum er öllum af mér flett.
Skoða...
5
.
Ríman
Oss mun varla verða úr minni villan sú
fyrri skal ég en flýja nú
falla dauður á mína trú.
Skoða...
6
.
Ríman
Buðlung leit þá bróður sinn með blóðgar hendur
einka fátt við stillir stendur
staðurinn gerist nú allmjög brenndur.
Skoða...
7
.
Ríman
Svanninn bað fyrir sínum feður sinni gæddur
hann er orðinn ærið hræddur
inni byrgður af hungri mæddur.
Skoða...
8
.
Ríman
Fyrri leysta ég fylkis nauð en föður míns hryggð
beri nú eigi á brúði blygð
bragna vín fyrir sína dygð.
Skoða...
9
.
Ríman
Hrólfur segir að hennar orð skulu hjálpa þeim
gjöri ég það ei fyrir gull né seim
geysi vítt það spyrst um heim.
Skoða...
10
.
Ríman
Kaup er þessi kvenna mál er klandra oss
mektum ei svo menja hnoss
að minnkist ýtum stála foss.
Skoða...
11
.
Ríman
Bragning var sá bundinn leiddur er brögðin vann
höldar báðu að hengja hann
hver veit slíkan galdra mann.
Skoða...
12
.
Ríman
Ketill svarar og kallar hátt það kynleg undur
lofðung skildi lima í sundur
lyktast þannig stála fundur.
Skoða...
13
.
Ríman
Hrólfur bað þá blíðan verða barma sinn
næsta er svo nafni minn
nokkuð hægst um kostinn þinn.
Skoða...
14
.
Ríman
Ásmund svarar og öðling stóð þá einkar nær
réttast skal þegnar rúmið fær
ríkan herrann kúgum vér.
Skoða...
15
.
Ríman
Lofðung muntu litlu kaupa lífið þitt
viltu leggja á valdið mitt
veglegt sprund og ríkið frítt.
Skoða...
16
.
Ríman
Lítið mun ég kvað lofðungs bróðirinn leggja viður
kóngsins nafni kasti hann niður
kaupist ella hvergi friður.
Skoða...
17
.
Ríman
Írlands kóngurinn engu gerði ansa á mót
fastnar Ásmund fríða snót
frúinnar gladdist blíðu rót.
Skoða...
18
.
Ríman
Ýtar fengu fulla sæmd er frúin var gift
gripanna fjölda og gullin skipt
gjörla var með öllu svipt.
Skoða...
19
.
Ríman
Engi þakkar írskum mönnum auð né vín
þeirra kóngur er þrunginn pín
þóttist hraktur af eigu sín.
Skoða...
20
.
Ríman
Virðar kváðu varla kónginn verri fást
aldrei bað hann þá oftar sjást
ekki skal til þessa ljást.
Skoða...
21
.
Ríman
Skírir héldu skatnar heim til Skotlands nú
vegleg mundi veislan sú
voru inni brúðkaup þrjú.
Skoða...
22
.
Niðurlag
Síðan sest að sínu ríki seggja hver
dugga öls en dreggin sér
diktan sú til enda fer.
Skoða...
<< fyrri ríma
Hrólfs rímur Gautrekssonar, 5. ríma