Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Þóris rímur háleggs
— 10. ríma
—
Óþekktur höfundur
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
1
.
Formáli
Sofnis korn um silki norn
sett er rétt en mærðin forn
eyðist mér sem inni ég hér
orðin skorð að færa þér.
Skoða...
2
.
Ríman
Greint var fyrr hinn grimmi styr
gerði morð um dauðans dyr
reikar þá sem reikna má
rekkurinn þekki lífi frá.
Skoða...
3
.
Ríman
Varla fann svo vaskan mann
að væri til jafns við kappann þann
í sverða þraut en sóma skraut
sett var rétt en garpurinn hlaut.
Skoða...
4
.
Ríman
Ása sprakk en ærin þakk
undin sprund við harlma hlakk
Golnis feng því girndar spreng
fyrir grundu und að fullu geng.
Skoða...
5
.
Ríman
Ögmund var með jöfri þar
ærið fær sá randir skar
og hennar ætt ég hef það rætt
með heiðri greiðan fólkið mætt.
Skoða...
6
.
Ríman
Ögmund stríð nam árla og síð
ótt af þrótt um hverja tíð
meðan að má ei minnast á
mefnd er hefnd hinum norskum frá.
Skoða...
7
.
Ríman
Þorgils brátt með þungan mátt
þá tók eign sem hafði átt
frægðar mann er fyrri fann
með fróma og blóma á ævi hann.
Skoða...
8
.
Ríman
Eirek hélt því ei var svellt
und og mund því þótti velt
þar til skraut er þjóðin hlaut
þegn af megni keyrði á braut.
Skoða...
9
.
Ríman
Ríkið tók sá rausnir jók
rekkum þekkum en markan hrók
klauf hann í strá en kóngi frá
með Kristi hefur vist sem greina má.
Skoða...
10
.
Ríman
Ögmund spyr að Ólafs hyr
ærinn færi hinn besti styr
og fýsist skjótt með fremd og þrótt
að finna svinnan kónginn fljótt.
Skoða...
11
.
Ríman
Herskip fimm hefur hetjan grimm
hraust og traust en öldin dimm
þeim renndi þrátt með rausnar mátt
runnan kunnan á hafnir brátt.
Skoða...
12
.
Ríman
Kónginn fann hinn karski mann
kvaddi en gladdi hilmi þann
og greinir þá sem glöggvast má
hvað gerði forðum svikari sá.
Skoða...
13
.
Ríman
Af kóngi tók sá kurtir jók
kvitt en fritt með ráðin klók
og hleypti í braut á humra laut
og hitti mitt í sund með skaut.
Skoða...
14
.
Ríman
Í Naumudal frá ég nýtan hal
nærri að fær með drengja val
og kemur um nátt með karskan mátt
kveikir leik þann furðu brátt.
Skoða...
15
.
Ríman
Í skemmu sefur sá skötnum gefur
skrug en dug að engan hefur
í burt frá stað en birt er það
með bræði æðir Ögmund að.
Skoða...
16
.
Ríman
Kveikir bál en kennir tál
körpum görpum minnkar mál
því eldur að ná gaf alla þá
sem inni í svinnum skála lá.
Skoða...
17
.
Ríman
Þorgils kvein með þungri grein
þrjóturinn ljótur máttar mein
ærið fann þann inni brann
efnd er hefnd við versta mann.
Skoða...
18
.
Ríman
Hans föður og mæður en fálu glæður
fengu strengda heljar flæður
í eldi þeim sem unda reim
eytt og sneytt var lífi og seim.
Skoða...
19
.
Ríman
Ögmund réð fyrir ágætt bú
elfar skelfar á marga trú
og giftist skraut en gæfu hlaut
góðri þjóð og allri þraut.
Skoða...
20
.
Ríman
Hinn mesta mann hafa margir hann
mektar slektir kallað þann
þar til bauð með þunga nauð
þegn af megni ellin dauð.
Skoða...
21
.
Niðurlag
Hverfi spil en hringa Bil
hýr og dýr að bæti til
orðin sín með engri pín
á enda sendi ég Fjölnis vín.
Skoða...
<< fyrri ríma
Þóris rímur háleggs, 10. ríma