Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Þóris rímur háleggs
— 6. ríma
—
Óþekktur höfundur
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
1
.
Formáli
Að hófi prófi hirðin fróð
horna nornum lítinn óð
vandi standi efnin ein
ýtri hvítri lauka rein.
Skoða...
2
.
Ríman
Það skal finna fræða spil
flagðið lagði glímu til
við afreks mann sem innt var fyrr
aukast tekur hinn mesti hyr.
Skoða...
3
.
Ríman
Berserks kroppurinn ber var allur
blár og digur sem hauka stallur
Þórir hrekur með þungleg mein
þverlega hyggst að brjóta bein.
Skoða...
4
.
Ríman
Grimmlega lengi glíman stóð
geira frá ég nú mæðast rjóð
heldur mjög í handa göll
hrygginn spennti gríma tröll.
Skoða...
5
.
Ríman
Aldrei hefur sá eggjar rauð
áður komið í soddan nauð
flagðið hamaðist að fríðum rekk
flestallt burt úr staðnum gekk.
Skoða...
6
.
Ríman
Hvergi stóð svo hafði snjallt
hrakti flagðið Þórir um allt
einatt trylldist ýrnir meir
ógnar digur sem væri tveir.
Skoða...
7
.
Ríman
Nú heitir Þórir á helgan Krist
að hjálpa sér með sælu vist
og láta Sóta líða nauð
ljótan bíð ég ellegar dauð.
Skoða...
8
.
Ríman
Þá tók Skrímnir skjálfta þann
skrikaði víða um gólfið hann
fellur vítt um foldar bein
flaugir varð ei Þórir seinn.
Skoða...
9
.
Ríman
Reiddi Þórir randa naður
rekkurinn höggur af kappi glaður
á Sóta háls en sverðið vann
sundur í miðju að bíta hann.
Skoða...
10
.
Ríman
Stoltar maðurinn stóð á fætur
stóran frá ég nú glossa lætur
gleypa tröllin geysi ótt
garpurinn svaf þar alla nótt.
Skoða...
11
.
Ríman
Að morgni snemma býðst á braut
bætt er Rán er eytt er þraut
heim í naust sem hægast fékk
hirðin móti Þórir gekk.
Skoða...
12
.
Ríman
Sárin gróa í samri stund
sverða frá ég hinn ríka lund
heldur sig með heiður og dáð
höllum veitti Fróða sáð.
Skoða...
13
.
Ríman
Þetta sumar kom þangað frétt
þeygi batnar einum rétt
sonur Tryggva var sviptur láð
en Sveinn og Eirek tóku ráð.
Skoða...
14
.
Ríman
Þórir varð við þetta fár
það kveðst hyggja garpurinn knár
aldrei kæmi á jöfra mund
annar slíkur á Noregs grund.
Skoða...
15
.
Ríman
Þegar að jarlar höfðu háð
hildi og tóku Noregs ráð
alla lagði undir sig
ellegar frömdu stála klið.
Skoða...
16
.
Ríman
Sendi Þórir soddan boð
ef sverða vildi ei efla róð
skildi ganga á skatna hönd
skyldur að verja líf og lönd.
Skoða...
17
.
Ríman
Þó að ég hreppi heljar þrá
Hálegg svaraði reiður þá
aldrei skal ég þeim unna góðs
sem Ólafi stóðu fast til móts.
Skoða...
18
.
Ríman
Þá var Eirek ybbur og reiður
odda svaraði þannig meiður
Þórir skal missa lund og líf
lýðir magni stála hríð.
Skoða...
19
.
Ríman
Fyrðar klæðast Fróða sveip
fríða skildi hirðin greip
hundruð sex með hrausta menn
hlýrar búa til rómu í senn.
Skoða...
20
.
Ríman
Þegar að búinn er þengill ríkur
þjóðin svinn af höfnum víkur
flaustrin kenna ferðar brátt
fríðar vinda seglin hátt.
Skoða...
21
.
Ríman
Erling nefni ég afreks mann
áður gerði boðskap þann
bauga lundur um bræðra art
brögnum kom því ekki óvart.
Skoða...
22
.
Ríman
Á þeirri stund kom Ögmund aftur
aldrei bilaði geira raftur
hvar sem átti hrotta göll
hræddist ekki menn né tröll.
Skoða...
23
.
Ríman
Feðgar búa til frækna drótt
fá þeir marga garpa skjótt
Finnsleifs huldi fyrða brjóst
fræknir báru stálið ljóst.
Skoða...
24
.
Ríman
Hundruð tvö með hrausta menn
höfðu feðgar báðir senn
þá var komin í Þundar göll
þjóðin fram á víðan völl.
Skoða...
25
.
Ríman
Eireks menn með ærinn styr
allir komu sem greint var fyrr
fram að efla fleina þrá
felmtrar mörgum blauðum hjá.
Skoða...
26
.
Ríman
Lýðurinn býðst í laufa skar
linnti ekki stríði þar
hastleg orð með hörðum móð
hver gaf öðrum geira rjóð.
Skoða...
27
.
Ríman
Lúðurinn gall en landið skelfur
langur er niður sem dynji elfur
eldurinn flaug þá saman kom sverð
sveitin berst af kappi herð.
Skoða...
28
.
Ríman
Spjótin flugu og spilltu hlíf
sparði engi annars líf
hver var lystur að höggva mest
hreysti maður og dugði sem best.
Skoða...
29
.
Niðurlag
Fylking Þóris fram gekk hart
fólkið hnígur að velli margt
sveitum hverfur Suptungs vín
sætan gæti að rímu mín.
Skoða...
<< fyrri ríma
Þóris rímur háleggs, 6. ríma
næsta ríma >>