Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Sigurðar rímur þögla
— 13. ríma
—
Óþekktur höfundur
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
1
.
Formáli
Brúðurin prúðust bað mig þess
að byrja skylda ég sónar vers
um kvinnur svinnar kvæða smíð
kvaddi hún slíks á margan tíð.
Skoða...
2
.
Formáli
Andsvör gef ég þau aftur í gegn
að ekki hefði ég til þess megn
meyjunum yrkja mansöngs hljóð
svo mætti heyra voldug þjóð.
Skoða...
3
.
Formáli
Vakti ég þar til víst um nætur
vilda ég á því ráða bætur
tjáir mér ekki að tala um slíkt
því trúir mér ekki sprundið ríkt.
Skoða...
4
.
Formáli
Visku staður er varla fljótur
varð ég til þess ekki fljótur
að yrkja í myrkri afmors spil
það ýtar nýtir hlýði til.
Skoða...
5
.
Ríman
Óði hvarf ég áðan frá
ýtar nýtir höfnum ná
brjótar skjóta bryggju á sand
bragnar gengu fljótt á land.
Skoða...
6
.
Ríman
Agapitus hét hilmir sá
er höldar tóku hafnir hjá
Sigurður býður sætt og frið
sjóli býst þá veislu við.
Skoða...
7
.
Ríman
Sigurður býst til borgar brátt
bragna lið var ekki fátt
kóngsins hirð var kát og glöð
kappar drukku vín og mjöð.
Skoða...
8
.
Ríman
Randver fylgdi Sigurði þar
sæmd og visku af ýtum bar
ljónið fylgir fyrða makt
frá ég það liggur úti spakt.
Skoða...
9
.
Ríman
Katanensum hét kurteis borg
kappar efldu án allri sorg
ýtum réð þar Eskopart
ekki var honum gullið spart.
Skoða...
10
.
Ríman
Fyrir Rémun féll á feigðar stund
fyrðar þreyttu geira fund
nafn bar síðan mektar manns
má ég það greina rétt til sanns.
Skoða...
11
.
Ríman
Í Afaría ríki nógu skýr
nú réð sigla niflung dýr
kóngsins dóttur keypti hann sér
kann ég þetta að inna hér.
Skoða...
12
.
Ríman
Kambertun hét kæru feður
kappa sína alla gleður
Eskopart tók eftir hann
auð og ríkdóm allan þann.
Skoða...
<< fyrri ríma
Sigurðar rímur þögla, 13. ríma
næsta ríma >>