Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

9. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Níunda sinni úr nausti gangs
náins skal dugga vinna
hér mun liljan linna bands
ljósa skemmtan finna.

Óskráð
2.
Ríman
Menilás þjóð um morguns tíð
mætir Herrauðs seggjum
þar líta sterklegt stríð
stefnt af hvorum tveggjum

Óskráð
3.
Ríman
Merkin blika en mækir söng
móðir garpar hníga
fenris sótti fleina þröng
flykktist örn til víga.

Óskráð
4.
Ríman
Úlfurinn þaut en undin saug
ylgjar kjafturinn ljóti
strengja hagl um hjörtun flaug
hlíf var slitin á spjóti.

Óskráð
5.
Ríman
Hermenn geysa geira regn
grímnis jarðir stökkva
einn veg segir þræll sem þegn
þeim varð undan hrökkva.

Óskráð
6.
Ríman
Felld var Herrauðs fylking öll
framan dýru merki
Menilás æsti málma göll
og meiddi fróða serki.

Óskráð
7.
Ríman
Fetla rann hinn fráni vargur
fyrðar spektar grundir
Tartara herinn týndi margur
tali um þessar stundir.

Óskráð
8.
Ríman
Herrauð á við hildar sálm
harla nóg starfa
með brandi sneið hann brynju og hjálm
og bitran ullar karfa.

Óskráð
9.
Ríman
Herneski frá ég hildi
Helga hins prúða bæri
norðmenn allir námu það
nokkur þvílík væri.

Óskráð
10.
Ríman
er einn maður í Menilás þjóð
Marbrín rekkar kalla
þessi lét fyrir gildings glóð
garpa ótal falla.

Óskráð
11.
Ríman
Fasta hleypur hann fylking á
fleygir ófnis stíga
garpa lét hann þrenna þrjá
þegar velli hníga.

Óskráð
12.
Ríman
Háleyskir frá ég hlýrar tveir
honum í móti ríða
Sigurður hét og Sörli þeir
seggir lengi stríða.

Óskráð
13.
Ríman
Marbrín hjó svo mest var undur
það herinn líta
búkinn klauf hann Sigurðar sundur
söðul og hestinn hvíta.

Óskráð
14.
Ríman
Hlýri hans vill halda frá
laufa hvössu fjúki
skjótlega fékk hann skeinu þá
skildi höfuð frá búki.

Óskráð
15.
Ríman
Marbrín kallar mikilli raust
við skulum Herrauð stríða
gjöri ég þitt sundra sinnu naust
ef seggurinn þorir bíða.

Óskráð
16.
Ríman
Herrauð svarar í samri stund
segg nam móti venda
þú hælist ei fyrr um hjörva fund
en höfum barist til enda.

Óskráð
17.
Ríman
Þegar í fyrstu Herrauð hjó
hrottinn gjörði bíta
brynju og skjöld sem brygði í sjó
brúna sveipinn hvíta

Óskráð
18.
Ríman
Höfuðið sneið af hesti í braut
hann með benja röðli
Marbrín þeygi hreysti þraut
þegninn stökk úr söðli.

Óskráð
19.
Ríman
Kappinn sinn hinn bjarta brand
báðum reiðir höndum
hann höggur mitt í hrumnis land
hátt stökk eldur úr röndum.

Óskráð
20.
Ríman
Ekki skipti eggin mjó
Óðins hallar blóma
blakkinn sundur í bógum hjó
brjótur unnar ljóma.

Óskráð
21.
Ríman
Herrauð stökk á græna grund
og gjörir sinn brand reiða
aldrei hann laufa hugði lund
lækning skyldi beiða.

Óskráð
22.
Ríman
Dapran þykist sinn dauðann sjá
drengur er höggið kenndi
hann hleypur undir Herrauð þá
hart með afli spennti.

Óskráð
23.
Ríman
Marbríns var svo magnið strítt
það undur kalla
Herrauð hrekst um völlinn vítt
og var þá búinn falla.

Óskráð
24.
Ríman
Herrauð studdi hin göfga gift
gekk það eftir vonum
Marbrín fann fast var kipt
fótum undan honum.

Óskráð
25.
Ríman
Marbrín frá ég mælti hátt
mínu treysti ég afli
garpurinn þér granda fátt
gerast brögð í tafli.

Óskráð
26.
Ríman
Lífið jungt ef lofar þú mér
listar maðurinn fríði
alla stund skal ég þjóna þér
þá með list og prýði.

Óskráð
27.
Ríman
Herrauð segir seggurinn skal
sínu lífi halda
upp lét standa en sterka hal
steypir grænna skjalda.

Óskráð
28.
Ríman
Gullu horn en gerdar skar
gýtings eggin mjóva
valur þykkt um völlu þar
virðar dauðann prófa.

Óskráð
29.
Ríman
Flest öll flýði fyrða kind
þegar Marbrín kenndi
fóru bæði á vog og vind
varð þeim nauð fyrir hendi.

Óskráð
30.
Ríman
Menilás vill og mengið knátt
minnst í flótta kennast
höfðingjarnir hittast brátt
og hart í móti rennast

Óskráð
31.
Ríman
Hvorgi sparði af hreysti drengur
harðar randir spenna
báðar þeirra sterku stengur
stukku í hlutana tvenna

Óskráð
32.
Ríman
Seggir hjuggust sverðum fast
sóttust hart og lengi
sköfnungs egg í skildi brast
skákar með þeim engi.

Óskráð
33.
Ríman
Hlífar þær sem kóngsins kundur
klénar segir bæri
Herrauðs sneið þær sverð í sundur
sem þær rotnar væri.

Óskráð
34.
Ríman
Svo kom loks við sverða fár
sæmdar garpur nam falla
mildingsson son við mæði og sár
hann þó frægan kalla.

Óskráð
35.
Ríman
Seggurinn lætur siklings nið
sáran bera til skeiða
flóttann reka og gefa þó grið
görpum þeim er beiða.

Óskráð
36.
Ríman
Gjörvöll skipin og gumna hald
gull og dýrleg klæði
seggurinn leggur sér í vald
og siglir burt á græði.

Óskráð
37.
Ríman
Engi kunni annað slíkt
ýta herfang skýra
hóf þann næsta heiðurinn ríkt
er hafði slíku stýra.

Óskráð
38.
Ríman
Herrauð segir hölda þrjá
hann hafi í sínu valdi
frægri enga finna
fyrr undir skógar tjaldi.

Óskráð
39.
Ríman
Renndi skeiður á Ránar völl
rauk um stafninn búna
báru löður af brimla höll
björt skinu segl við húna.

Óskráð
40.
Ríman
Smækkast unnur en lægði
lægis hestar renna
norðmenn máttu Þrúðheim þá
þar fyrir stafni kenna.

Óskráð
41.
Ríman
Drengir steyptu flein í flóð
fleyin höfnum venda
Álfurinn hinn ríki á ströndu stóð
er strengja birnir lenda.

Óskráð
42.
Ríman
Herrauðs mengi fagnar fljótt
fleygir gullsins brennda
biður þá halurinn horska drótt
heim í kastalann venda.

Óskráð
43.
Ríman
Hraðlega þiggur hirðin öll
hertogans boð með sóma
ekki skorti í jarlsins höll
alls skyns mekt og blóma.

Óskráð
44.
Ríman
Hernit þá hirðin rík
hölda gleður með prýði
undrin þótti engin slík
orðin fræknum lýði.

Óskráð
45.
Ríman
Undrast þjóð brögnum bar
báru ljómann rauðan
hinn sem orpinn öndu var
og allir hugðu dauðan.

Óskráð
46.
Niðurlag
Herinn allur er hjörva þund
heilan máttu kenna
hér mun bláins við bragða grund
brjóta karfann þenna.

Óskráð

Andra rímur, 9. ríma