Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

4. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Gíllinn sem gekk fyrir sól get ég hrindi
fjórða sinni í fenju vindi
færa og gleðja motra lindi

Óskráð
2.
Formáli
Mér fyrri orkan styrs í öllu fangi
er ég móður af mærðar gangi
mig pínir harmurinn strangi

Óskráð
3.
Formáli
Hugsa ég þrátt hvað ólíkt er þá um vill skipta
eðli manns og öllu svipta
yndi og náð er förlast gifta.

Óskráð
4.
Formáli
Eða þá fyrst formast líf með frygðar greinum
verður allt vilja hreinum
veit mann hvorki af kvöl meinum.

Óskráð
5.
Formáli
Dugir þá ei með viðris makt um verknað þenna
veit gjörst er sjálfir kenna
sér á slíkt og þrautir spenna.

Óskráð
6.
Ríman
Eftir þenna eggja leik er Andri háði
Svanhvít hugði sínu ráði
sýndist standa nærri voði.

Óskráð
7.
Ríman
hét Gyða er göfgri þjónar gullaðst grundu
vífið talar við vella hrundu
við skulum búast í samri stundu.

Óskráð
8.
Ríman
Sannlega vildi ég sára drótt kvað sætan kanna
vita hvað lifir í valnum manna
virðar mega það engin banna.

Óskráð
9.
Ríman
ég í dag kvað dregla skorðin drífu sverða
arfa jarlsins afli herða
öngvir munu þeim frægri verða.

Óskráð
10.
Ríman
Þorngrund svarar þessa muntu þurfa varla
sonu Hjarranda Svanhvít alla
ég í dag með prýði falla.

Óskráð
11.
Ríman
Í valinn er ekki vífum fært veikum mönnum
draugar nísta dreyrugum tönnum
dauðir búkar liggja hrönnum.

Óskráð
12.
Ríman
Ég hræðumst ei kvað hringa skorðin hrotta ljóta
nauman gulls skulum neyta fóta
en náirnir kyrrir liggja hljóta.

Óskráð
13.
Ríman
Ristill varð ráða þá fyrir refla hildi
Gyða varð hrædd þótt ganga skyldi
gjörði þó sem fljóðið vildi.

Óskráð
14.
Ríman
Djúpa óðu dreyra röst drósir lengi
Svanhvít kannar sára drengi
sviptir jafnan dauða mengi.

Óskráð
15.
Ríman
Hún kom þar sem Herrauður huldur skildi
hefur fundið víf þann vildi
vísu lifir halurinn gildi.

Óskráð
16.
Ríman
Klæðum sviptir auðar eik af yggjar flæði
saumar kvið með silki þræði
saman og stöðvar benja flæði.

Óskráð
17.
Ríman
Síðan bindur sárin um með sinnu alla
dreypir víni á drenginn snjalla
darra hlynur gat mælt þá varla.

Óskráð
18.
Ríman
Hann spurði fyrst hvað friggin héti fófnis stétta
Svanhvít halnum segir af létta
sannlega allt hvað hann vill frétta.

Óskráð
19.
Ríman
Hugði ég minnst kvað málma þór mektug kvinna
þetta mundir þora vinna
þér hér oss í valnum finna.

Óskráð
20.
Ríman
Þig skal ég græða garpur um heilt kvað gull hrings þilja
gefur oss það svo glöggt skilja
góðu muntu launa vilja

Óskráð
21.
Ríman
Brúðir reisa upp bragnings kund með brögðum fljótum
halurinn leggst á herðar snótum
honum er orðið stirt á fótum

Óskráð
22.
Ríman
Þau loks uns lítið hús á láði finna
ganga þangað með garpinn svinna
og gjörði honum svo hægt vinna

Óskráð
23.
Ríman
Herrauð lagði í hæga sæng hringa þilja
Svanhvít mælti af mjúkum vilja
munu við hljóta fyrst skilja

Óskráð
24.
Ríman
Ég mun sett á brúðarbekk kvað bauga þella
þitt mun brjóst af sútum svella
sannlega kæmi ég hingað ella.

Óskráð
25.
Ríman
Gyða skal jarlsson geyma þín með gleði alla
mærin kyssti kappann snjalla
kæn og gekk til sinnar halla.

Óskráð
26.
Ríman
Svo leið burt hin svarta nátt af sortum vagna
vill þá Andri veislu magna
virðar skulu því hófi fagna

Óskráð
27.
Ríman
Rekkar prýddu ræsis höll með risnu stærsta
trapizu reistu garpar glæsta
gjört er allt með virðing stærsta

Óskráð
28.
Ríman
Kóngsins sæti er kögrum prýtt og kólgu ljóma
þengill skipaði það með sóma
þar næst Andri og hirðin fróma

Óskráð
29.
Ríman
Öll var sett hin háva höll með heiðri sönnum
horn og spírur ker með könnum
krúsir og skúrnir bárust mönnum

Óskráð
30.
Ríman
Bikarar og kúpur ker og skálir kappar spenna
vín og mjöður á varir renna
vænan bjór og píment kenna

Óskráð
31.
Ríman
Þar var drukkið alls kyns öl með ítrum sóma
húsið lék í hrannar ljóma
hvergi litu menn slíkan blóma

Óskráð
32.
Ríman
Brúðir komu í breiðan sal fyrir buðlungs veldi
var sem lýsti af loganda eldi
lýðurinn þar við gamanið seldi

Óskráð
33.
Ríman
Meyja flokkur er pelli prýddur og purpura fríðum
Svanhvít skín í fófnis hlíðum
sannlega leyndi hún harmi stríðum.

Óskráð
34.
Ríman
Þrándur stóð fyrir buðlungs borð og brúðguma skenkti
enginn maður þar annan krenkti
allir þar á fögnuð þenkti

Óskráð
35.
Ríman
Djarfir standa drengir tólf fyrir dyrunum hallar
vörðinn héldu hetjur snjallar
þeir eru Andra kempur allar.

Óskráð
36.
Ríman
Virðar plaga með vegsemd þar veislu stinna
skal Finns af ferðum inna
fljóðs hann gjörði erindin vinna.

Óskráð
37.
Ríman
Næst hann heyrði Háreks orð halurinn skundar
austur þegar til jarlsins fundar
allan veg með kappi stundar

Óskráð
38.
Ríman
Fyrr kom hann til elfar austur úr öllu klandri
en þeir bræður á Hálogalandi
honum leist engi á ferðum vandi

Óskráð
39.
Ríman
Hjarranda fann hann breiða borg og buðlungs sæti
sendimaðurinn frár á fæti
frægan kvaddi hann landa gæti

Óskráð
40.
Ríman
Jarlinn svaraði svörtum Finni sýnt af reiði
ber sem fljótast fanturinn leiði
fram þín erindi bauga meiði.

Óskráð
41.
Ríman
Þú munt færa halurinn heimski er hingað vendi
ill tíðindin oss hendi
óþökk hafi þig sendi

Óskráð
42.
Ríman
Finnurinn gjörvöll frúinnar orð fylki sagði
honum leist jarl með grimmdar bragði
garpurinn sat þó kyrr og þagði

Óskráð
43.
Ríman
Eftir Finnsins endað mál frá ég ansa stilli
vora sonu mun Andri hinn illi
alla drepa með litla snilli.

Óskráð
44.
Ríman
Sýnist mér Svanhvít hafi með slægðum örmum
öllum fengið bana ráð börmum
en brúðurin mun þó stödd í hörmum

Óskráð
45.
Ríman
Hyggur hún oss munu hraustra barma hefna vilja
það mun svanninn þykjast skilja
þá mun frelsuð hringa þilja.

Óskráð
46.
Ríman
Langt mun allt fyrir Noreg norður á nausta hesti
halda þó ei byrinn bresti
búnir skulum á mánaðar fresti

Óskráð
47.
Ríman
Auðþöll duga þá öll sín ráð með öngu hóti
meydóm trú ég hún missa hljóti
mannsins ekki lengi njóti.

Óskráð
48.
Ríman
Þagnar jarlinn þrautar illa þótti Finni
erindin horfa sín sinni
sannlega lagði hann orð í minni.

Óskráð
49.
Ríman
Rekkurinn leit þá rísa á fætur raum undir palli
höfði öllu hærri en jarli
honum leist næsta styggð á karli.

Óskráð
50.
Ríman
Kufli svörtum klæddur er hann en kaðli spennti
drengurinn horfði á dára bendi
djarfleg fram fyrir jarlinn vendi

Óskráð
51.
Ríman
Högna þóttist finnurinn fljótt máli kenna
mann hann öngvan meiri en þenna
mega af slíku fréttir renna.

Óskráð
52.
Ríman
Högni talar af hörðum móð við hringa meiði
gjörist þér faðir á ferðum leiði
fárlega tekur þú melta reiði.

Óskráð
53.
Ríman
Bæði hefur þú brynjað fólk og báru hesta
því skal lengi ferðum fresta
eða hvað skal þér í ráðum bresta

Óskráð
54.
Ríman
Heitari mundi Háreks lund ef hefna ætti
garpurinn þín í geira þætti
get ég varla bíða mætti

Óskráð
55.
Ríman
Strengi ég þess kvað Högni heit með hreysti vinna
hefna allra bræðra minna
og hvergi njóta garpa þinna.

Óskráð
56.
Ríman
Ég skal Andra limum og lífi ljótu skerða
berserkjanna bani verða
bræðra her í éli sverða.

Óskráð
57.
Ríman
Einn skal ég þessari allri þjóð eyða stáli
buðlungs dóttur brenna á báli
brá svo Högni sínu máli.

Óskráð
58.
Ríman
Síðan heilsar seggi á þar sviptir gerða
rekkurinn býst hratt til ferða
rétt í stað nam úti verða.

Óskráð
59.
Ríman
Hjarrandi nam hárri raust á Högna kalla
gekk til móts við garpinn snjalla
greiður talaði hrumþvengs valla.

Óskráð
60.
Ríman
Heitstrenging var heimsleg þín svo heyrði ég aldrei
fyrri slík af fleina baldri
fullan tel ég þig upp af skvaldri.

Óskráð
61.
Ríman
Tak aftur fári fylldur fólsku slíka
Högni veik halnum ríka
honum kveðst ekki þann veg líka.

Óskráð
62.
Ríman
Hér skal ég efna orð mín öll og ekki dvelja
yður mun heima hræðslan kvelja
héðan af skal ég þig blauðan telja.

Óskráð
63.
Ríman
Hvað mun duga hefta þig þá hlýri tiggja
þú munt fara sem leiðir liggja
lítinn hlut máttu mér þiggja.

Óskráð
64.
Ríman
Hér er ein skyrta skaltu bera í skúrum ríta
hana mun ei eggjar slíta
hvorki járn hrottar bíta.

Óskráð
65.
Ríman
Þú munt ganga um þykkva mörk og þeygi hreina
í rjóðri sér þú standa steina
stóra tvo sem ég mun greina.

Óskráð
66.
Ríman
Hér er einn sproti er spretta skalt á spillir ríta
stórum kyrrt á steininn hvíta
af stundu muntu dverginn líta.

Óskráð
67.
Ríman
Kjalar og Frosti bröttu bergi barmar ráða
dverga hefi ég til hagleiks báða
horska kennt og fleiri dáða.

Óskráð
68.
Ríman
Kjalar ber þú kveðju mína kappinn blíða
drengurinn láttu dverga smíða
þér dýrlegt vopn og hand höfn fríða.

Óskráð
69.
Ríman
Sjálfur skaltu segja fyrir hvað seggir vinna
öngva máttu fljótari finna
fyrr til allra verka sinna.

Óskráð
70.
Ríman
Síðan ég í fylgd með þér þá Frosta báða
þeirra muntu þurfa ráða
það er mér sýnt þú kemur í voða.

Óskráð
71.
Ríman
Far vel kvað hreytir stáls og heilir finnumst
síðan skal ég ef vér til vinnumst
vitja þín ef þrautir minnumst.

Óskráð
72.
Ríman
Högni skilst við föður síns fund og fyrst nam ganga
skjótlega fram á skóginn langa
skýra braut nam halur fanga.

Óskráð
73.
Ríman
Léttir ekki ferðum fyrr ljósu kveldi
drengurinn hitti dverga veldi
digrum sprota á steininn skelldi.

Óskráð
74.
Ríman
Eikin skjaldi ekki hár kom út bragði
hvort skal manni eður máttar flagði
mega hér heilsa dvergurinn sagði.

Óskráð
75.
Ríman
Dára ekki drengurinn oss. en dökkva leiða
Högni nam sitt heiti greiða
og hvers faðir hans kunni beiða.

Óskráð
76.
Ríman
Væri ég skyldur Vestri kvað fyrir vináttu fríða
grams gjöra beiðni blíða
grein hvað þú vilt láta smíða.

Óskráð
77.
Ríman
Þið skuluð gjöra mér kynstra stóra kylfu eina
styrkið hana með stálið hreina
svo stærri líti ei fyrðar neina.

Óskráð
78.
Ríman
Fram á rót og aftur á skaft með átta spöngum
sett og gjörð með gölldum löngum
gefi hún sig við höggum öngum.

Óskráð
79.
Ríman
Sextán bið ég breiðum spöngum broddar haldi
og svo þung virðar valdi
vaskir fimm í vopna hjaldri.

Óskráð
80.
Ríman
Fram úr enda fleinn svo digur fljúgi í gegnum
bæði hlíf og brjóst á þegnum
bili hún ei við galdri megnum.

Óskráð
81.
Ríman
Fyrr en sest hin fagra sól á fjöllum skína
lát til reiðu ruddu mína
rétt skal ekki ferðin dvína.

Óskráð
82.
Ríman
Þið munuð frændur fylgja mér sem faðir minn beiðir
verða mætti vegirnir greiðir
veit ég þér eru kunnar leiðir.

Óskráð
83.
Ríman
Þekkur sagðist þetta mundi þora vinna
Högni til húsa minna
halur er leiddur í bergið stinna.

Óskráð
84.
Ríman
Þar var Högni þessa nátt og þegar lýsti
jarlsson þá til ferðar fýsti
ferlega lék honum grimmd í brýsti.

Óskráð
85.
Ríman
Þar sér liggja málma meiður á millum steina
kynja stóra kylfu eina
Kjalar var nær og svo nam greina.

Óskráð
86.
Ríman
Þigg Högni hlífar grand hringa baldri
þetta stál mun stökkva aldrei
sterk bila í neinum galdri.

Óskráð
87.
Ríman
Garpurinn svarar og knálega þrífur kylfu bjarta
skal Andra í skallann svarta
skjótlega reynd ef dugir mitt hjarta.

Óskráð
88.
Ríman
Högni kvað hana hægt reiða höndum báðum
þetta vopn hann þakkar dáðum
og þótti gjört sínum ráðum.

Óskráð
89.
Ríman
Síðan gengu seggir fram síldar grundu
lítinn bát bragði fundu
bragnar sögðust eiga mundu.

Óskráð
90.
Ríman
Kjalar bað stíga kappann út á kaldan nökkva
skal brjóta báru dökka
brigðu skjótt mun leiðin hrökkva.

Óskráð
91.
Ríman
Þeir reisa lauk en renna voð ráðum Sindra
bylgjur þegar borðum hrinda
byr tók eigi skjótt hindra

Óskráð
92.
Ríman
Dvergar stigu á dælu orm en drengnum fríða
þótti hart á húfum ríða
hranna jór við öldu þíða.

Óskráð
93.
Ríman
Átta dægur öflgir létu ýtar sveima
öldu fíl um álfa heima
uns landi skaut úr geima.

Óskráð
94.
Ríman
Höldar kenna Háloga land og hafnir fundu
það var allt á einni stundu
ýtar brúðlaup drekka mundu.

Óskráð
95.
Ríman
Dvergar bjóða Högna heim til hallar vitja
munu virðar veislu sitja
veitir svaraði öglis fitja.

Óskráð
96.
Ríman
Rýf ég hvorki ráð slægð með ræðu langa
allan sigurinn ætla ég fanga
ellegar bíða dauðann stranga.

Óskráð
97.
Ríman
Þið skuluð kynda hið bjarta bál á breiðum velli
meðan ég lyfja Andra elli
en ég mun stýra veislu spelli.

Óskráð
98.
Niðurlag
Gengur síðan garpur á land með grimmd og móði
bragnar kynda bál hjá flóði
burtu kasta ég þannig óði.

Óskráð

Andra rímur, 4. ríma